Vinnumórall, ágreiningur og samskiptavandi

Starfsleikni aðstoðar vinnustaði vegna SAMSKIPTAVANDA, NEIKVÆÐS VINNUMÓRALS EÐA ÁGREININGS sem leiðir til krísu eða vanlíðunar einstaklinga og hópa. Það getur verið vegna vandamála milli einstakra starfsmanna eða innan heilu vinnuhópanna enda geta vandamál í samskiptum komið upp á bestu vinnustöðum.  Ef samskipti ganga illa í lengri tíma og vandinn verður viðvarandi getur það haft afgerandi áhrif á líðan og heilsu einstaklinga jafnt sem menningu, árangur og ímynd vinnustaðar.

Starfsleikni kemur að málum sem hlutlaus utanaðkomandi aðili, hlustað er á sjónarmið þeirra sem vandanum tengjast og kannaður grundvöllur, vilji og leiðir til sátta og úrlausna.  Lögð er áhersla á tilfinningar og vellíðan starfsfólks annars vegar og árangur og menningu vinnustaðar hins vegar. Úrskurðar- og ákvarðanavald er ekki á hendi Starfsleikni heldur viðkomandi vinnustaðar, stjórnenda eða eigenda.